Október var kaldur á landinu öllu. Það var kaldast á norðurhluta landsins en hlýrra sunnanlands. Tíð var þó nokkuð hagstæð, það var óvenjulega hægviðrasamt og úrkoma var undir meðallagi víðast hvar.
Lesa meiraUppfært 29. október kl. 16:00
Landris og kvikusöfnun í Svartsengi heldur áfram og hefur verið á stöðugum hraða síðustu vikur. Jarðskjálftavirkni í kringum Sundhnúksgígaröðina er áfram mjög lítil en síðustu vikur hafa eingöngu mælst nokkrir smáskjálftar á dag.
Veðurstofan hefur undanfarið lagt mat á hversu mikið magn af kviku þarf að bætast við undir Svartsengi til að koma af stað næsta atburði. Matið hefur verið uppfært frá því í síðustu viku, út frá nýjum líkanreikningum sem byggðir eru á GPS-mælingum og gervitunglagögnum. Út frá þessu nýja mati á kvikusöfnuninni má reikna með að líkur fari að aukast á nýju kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi í lok nóvember. Þetta mat er háð þeim aflögunargögnum sem eru til staðar á hverjum tíma. Ef hraði landriss í Svartsengi breytist mun þetta mat breytast í samræmi við það.
Lesa meiraNúverandi losun gróðurhúsalofttegunda
eykur hnattræna hlýnun en gæti leitt til óafturkræfra breytinga á hafstraumum
sem hefðu staðbundna kólnun umhverfis Norður Atlantshafið í för með sér. Í ljósi mögulegra stórfelldra breytinga á hafhringrás í Norður Atlantshafi
skrifaði hópur 44 vísindamanna frá 15 löndum bréf til Norrænu
ráðherranefndarinnar, en afleiðingar þessara breytinga í hafstraumum myndu
líklega bitna af mestum þunga á Norðurlöndum.
September var óvenjukaldur um allt land og þurrari en í meðallagi víðast hvar. Loftþrýstingur var hár í mánuðinum og sólríkt var bæði í Reykjavík og á Akureyri. Á Austurlandi var hvassara en í meðalári en lygnara á vesturhelmingi landsins.
Lesa meiraNýr jarðskjálftamælir var settur upp nú í lok september í Hítárdal um 5 km NV við Grjótárvatn. Síðan í maí 2021 hafa af og til mælst jarðskjálftar við Grjótárvatn á Vesturlandi. Alls hafa mælst um 360 jarðskjálftar síðan vorið 2021 en mest mældust um 20 skjálftar í mánuði þangað til í ágúst 2024 en þá mældust tæplega 80 skjálftar á svæðinu.
Lesa meira