Fréttir
ljósmynd
Á Vattarnestanga, Skrúður í fjarska.

Frá Veðurstofunni vegna frétta um fjárhagsstöðu

12.8.2014

Fjárhagsstaða Veðurstofunnar hefur verið til umfjöllunar í fréttum undanfarna daga í tengslum við störf fjárlaganefndar Alþingis. Tekið skal fram að rekstrarstaða Veðurstofunnar er í jafnvægi og er frávik frá gjaldaheimild óverulegt eða um 0,4% og afkoma í samræmi við rekstraráætlun ársins, samþykkta af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, sem hefur reglubundið eftirlit með rekstrarstöðu stofnunarinnar.

ljósmynd

Rekstur Veðurstofu Íslands er að miklu leyti fjármagnaður með sértekjum eða sem nemur tæpum 60% af heildarfjármögnun stofnunarinnar og má þar nefna þjónustu við alþjóðaflugið, Ofanflóðasjóð og þjónustu- og rannsóknarverkefni. Vegna þessa er dreifing tekna innan ársins ójöfn og er reynt að gera ráð fyrir því í greiðsluáætlun ársins. Umfjöllunin í fréttum byggir á ársfjórðungsstöðu yfir fjárreiður ríkissjóðs en ekki var búið að færa allar sértekjur fyrstu sex mánuði ársins til tekna í bókhaldi stofnunarinnar þegar staðan var tekin út, sem skýrir frávikið.

Framkvæmdaráð Veðurstofu Íslands.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica