Fjármála- og rekstrarsvið

Hlutverk Fjármála- og rekstrarsviðs

Hlutverk Fjármála- og rekstrarsviðs er að gæta þess að fjárhagsáætlun og ársreikningur séu í samræmi við lög. Sviðið annast öflun og varðveislu fjármála- og rekstrarupplýsinga, greiningu þeirra og miðlun til stjórnvalda, samstarfsaðila, stjórnenda og almennra starfsmanna stofnunarinnar. Sviðið ber ábyrgð á daglegum rekstri stofnunarinnar, húsnæði að meðtöldum stoðkerfum og tölvusölum, aðbúnaði og aðstöðu starfsmanna, innkaupastjórnun og upplýsingastjórnun. Sviðið ber ábyrgð á innkaupastefnu og skjalastefnu Veðurstofunnar.

Meginverkefni Fjármála- og rekstrarsviðs er að gera öðrum sviðum kleift að uppfylla hlutverk sín með því að annast:

  • Fjármál og reikningshald: Bókhald, greiðslu og innheimtu reikninga, launabókhald, innflutning, innkaup og verkbókhald.
  • Vörslu og stjórnun gagna og skjala, auk bókasafns.
  • Daglegan rekstur: Húsnæði, stoðkerfi, aðbúnað, mötuneyti, móttöku og símsvörun.
Yfirsýn
þétt ský
Skúraský yfir Bláfjöllum þann 15. mars 2012. Tekið af svölum Veðurstofuhússins.
Ljósmynd: Elín Björk Jónasdóttir.


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica