Gildi

Gildi

Jóhanna M. Thorlacius 28.8.2012

Gildi Veðurstofunnar eru þekking, áreiðanleiki, samvinna og framsækni. Við höfum þau að leiðarljósi í vinnu okkar og samskiptum.

Þekking:

  • Þekking á náttúrufari er forsenda fyrir farsælli sambúð lands og þjóðar. Við byggjum starf okkar á rannsóknum á náttúru landsins og þekkingu á fagsviðum Veðurstofunnar.

Áreiðanleiki:

  • Til þess að miðla upplýsingum um náttúruvá á hættustund þarf áreiðanleg mæli- og viðvörunarkerfi. Við ávinnum okkur traust með fagmennsku og áreiðanleika.

Samvinna:

  • Samvinna er forsenda skilvirkni. Við komumst að sameiginlegri niðurstöðu. Við erum samheldin og komum fram við aðra af heilindum.

Framsækni:

  • Hagnýting nýrrar þekkingar og tækni kallar á framsækni og forystu. Við sköpum okkur framtíð með framsækni og forystu.

Mikilvægt er fyrir Veðurstofuna að draga fram þau megingildi sem í heiðri eru höfð í öllu starfi stofnunarinnar.

Skrautfjaðrir
Yfirborðshrím
Yfirborðshrím á ísilögðum polli í Þjórsárdal 12. mars 2009. Ljósmynd: Ólafur Freyr Gíslason.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica