auglýsing
Auglýst eftir sérfræðingum í veðurlíkönum og fjarkönnun eldfjalla.

Laus störf

Veðurstofa Íslands

Veðurstofa Íslands er opinber stofnun sem heyrir undir umhverfis- og auðlinda- ráðuneytið. Hjá stofnuninni starfa um 140 manns með fjölbreytta menntun og starfsreynslu sem spannar mörg fræða- svið. Auk þess starfa um 120 manns við athugana- og eftirlitsstörf víðsvegarum landið.

Veðurstofan er samþætt vöktunar- og rannsóknastofnun og eru helstu hlutverk hennar gagnaöflunog -úrvinnsla á helstu eðlisþáttum jarðarinnar, þ.e. lofti, vatni, jörð, snjó, jöklum og hafi, rannsóknir og þróun afurða, og miðlun upplýsinga og viðvarana vegna náttúrúvár.

Starfsemin fer fram á eftirtöldum sviðum: Eftirlits- og spásviði, Athugana- og tæknisviði, Úrvinnslu- og rannsóknasviði, Fjármála- og rekstrarsviði og Skrifstofu forstjóra. Veðurstofan fer með aðild Íslands að þremur alþjóðlegum stofnunum og er þátttakandi í sterku tengslaneti erlenda og innlenda samstarfs- og hagsmunaaðila.

Nánari upplýsingar um stofnunina má finna á heimasíðu Veðurstofunnar.

Sérfræðingur í veðurlíkönum

Veðurstofa Íslands auglýsir eftir sérfræðingi á Úrvinnslu- og rannsóknarsvið til að taka þátt í þróun, uppbyggingu og rekstri veðurlíkans til að gera veðurspár fyrir Ísland og nágrenni. Veðurstofan er í nánu samstarfi við alþjóðlegar og innlendar stofnanir á þessu sviði og hefur stofnunin aðgang að reikniafli til að keyra viðamikil tölvulíkön sem aðili að Reiknimiðstöð evrópskra veðurstöðva og í gegnum náið samstarf við dönsku veðurstofuna DMI. Starfsmaðurinn mun vinna í hópi sérfræðinga á Veðurstofunni og í nánum tengslum við starfsmenn á DMI.

Á Úrvinnslu- og rannsóknasviði starfa yfir 40 manns við ýmis spennandi þróunar- og rannsóknarverkefni er tengjast m.a. veður- og loftslagsrannsóknum, jökla-,vatna- og haffræði, jarðskorpuhreyfingum og eldgosum og hættumati ofanflóða og annarrar náttúruvár. Þróun, innleiðing, rekstur og samþætting veður- og vatna- fræðilíkana, auk haf- og hafíslíkana, er stór hluti verkefna sviðsins.

Helstu verkefni:

 • Þátttaka í þróun og rekstri veðurlíkana, sérstaklega Harmonie spálíkansins 
 • Þátttaka í erlendu samstarfi um veðurlíkön og þróun þeirra
 • Þátttaka í stefnumörkun, skilgreiningu verkþátta og samþættingu verkefna á sviði veðurlíkana
 • Sérfræðivinna í meðhöndlun og úrvinnslu veðurlíkangagna
 • Umsjón með spágögnum og þróun afurða sem byggja á þeim
 • Verkefnisstjórn tilgreindra verkefna

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistarapróf eða doktorspróf í veðurfræði, eðlisfræði, stærðfræði eða skyldum greinum sem nýtist í starfi 
 • Góður bakgrunnur í eðlisfræði og stærðfræðigreiningu og þekking á tölulegum aðferðum við að leysa hlutafleiðujöfnur
 • Reynsla af tölvulíkönum og rekstri þeirra, reynsla af veðurlíkönum æskileg, en ekki skilyrði
 • Hæfni í mannlegum samskiptum
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
 • Greiningarhæfni og færni og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
 • Farsæl reynsla í ritun vísindagreina, góð ritfærni á ensku
 • Frumkvæði og faglegur metnaður 
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð í starfi 
 • Góð tölvu- og forritunarkunnátta, t.d. Linux/Unix, python, ENVI/IDL, MatLab, C/C++, og Fortran
 • Góð færni í íslensku og/eða ensku nauðsynleg
 • Kunnátta í norðurlandamálum er kostur

Nánari upplýsingar um starfið veita Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags (halldor@vedur.is), Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknasviðs (jorunn@ vedur.is) og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is), í síma 522 6000

Sérfræðingur í fjarkönnun eldfjalla

Veðurstofan auglýsir sérfræðings stöðu til þriggja ára í fjarkönnun með gervihnöttum á eldfjallaösku og losun gastegunda frá eldfjöllum.

Hlutverk Veðurstofunnar í eftirliti og vöktun, miðlun upplýsinga og rann- sóknum á eldgosum hefur aukist verulega á síðustu árum. Sömuleiðis hefur mikil uppbygging orðið á innviðum tengdum eftirliti eldfjalla og áhrifum gosmakkarog gasstreymis á lofthjúpinn. Samhentur hópur sérfræðinga frá flestum sviðum Veðurstofunar vinnur sameiginlega að slíku eftirliti í nánu samstarfi við inn- lendar og erlendar stofnanir, jafnt innan rannsóknaverkefna, hættumats og raun- tímaeftirlits.

Helstu verkefni

 • Þróa aðferðir til að meta gas- og ösku- losun frá eldfjöllum sem hægt er að nota í rauntíma, og meðan á umbrotum stendur.
 • Þróa afurðir byggðar á fjarkönnun með gervihnöttum sem samþætta má afurðum annarra mælitækja (t.d. eldgosaradar, lídar, innhljóðamælum og myndavélum) til að tryggja öruggt mat á stærð eldgosa í upphafi umbrota.

Menntun og hæfniskröfur

 • Doktorsgráða á sviði jarðvísinda, eðlisfræði eða sambærileg menntun
 • Farsæl reynsla í úrvinnslu fjarkönnunar- gagna, rannsóknum og/eða þróun afurða tengd gervitunglagögnum.
 • Reynsla af rauntímavinnslu gagna er kosturHæfni í mannlegum samskiptum 
 • Hæfni til að vinna sjálfstætt sem og í teymisvinnu
 • Greiningarhæfni og færni og geta til að miðla niðurstöðum innan teymis og út á við
 • Frumkvæði og faglegur metnaður
 • Skipulögð og fagleg vinnubrögð í starfi 
 • Góð tölvu- og forritunarkunnátta, t.d. Linux/Unix, python, ENVI/IDL, MatLab, C/C++, Fortran og Java
 • Góð færni í íslensku og/eða ensku nauðsynleg

Nánari upplýsingar um starfið veita Sara Barsotti, fagstjóri eldfjallavár (sara@vedur.is), Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri Úrvinnslu- og rannsóknasviðs (jorunn@vedur.is), og Borgar Ævar Axelsson, mannauðsstjóri (borgar@vedur.is), í síma 522 6000.

Umsóknarfrestur er til og með 5. mars 2018

auglýsing

Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um störfin á Starfatorgi

Um er að ræða fullt starf og taka laun mið af kjarasamningum ríkisins og viðeigandi stéttarfélags.

Smellið til þess að fá stærri mynd.
Til baka
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica