Fréttir

Jarðskjálftahrina ANA af Reykjanestá 10. júlí 2006

10.7.2006

Jarðskjálftahrina hófst um 5 km ANA af Reykjanestá í nótt. Stærsti skjálftinn þar var um 3 að stærð og varð kl. 03:08. Alls hafa mælst um 50 skjálftar síðan í nótt. Einnig mældist skjálfti af stærðinni 3 um 6 km NA af Grindavík kl. 04:32. Ekki er vitað til þess að skjálftarnir hafi fundist. Hrinan stendur enn yfir og fylgst verður náið með framvindunni.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica