Fréttir

Varasöm snjóalög á Suðvesturlandi

Snjóflóð í Bláfjöllum í dag

26.2.2015

Maður á vélsleða setti af stað myndarlegt snjóflóð í Bláfjöllum í dag. Hann náði að keyra undan flóðinu.

Fjallaferðamenn á SV horninu ættu að fara varlega, sér í lagi í hlíðum mót vestri og norðri.

Gryfja sem tekin var á skíðasvæðinu í Bláfjöllum í morgun sýnir þéttan vindfleka á eldri snjó.

Neðarlega í nýja snjónum er þunnt lag með mýkri snjó. Brot fást í stöðugleikaprófunum á þessu mjúka lagi, en einnig í vindflekanum (sjá fyrri færslu).

Gagnlegt er fyrir fjallaferðamenn að fylgjast með fréttum frá starfsmönnum ofanflóða, sem finna má á flipanum Ofanflóð, sjá meðfylgjandi mynd (stækkanleg).



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica