Fréttir
Ölduhæðarspá.

Viðvörun vegna sjávarflóða

Mikil ölduhæð undan Vestfjörðum

8.12.2014

Mikilli ölduhæð, yfir 12 m af norðan og norðnorðaustan, er spáð undan Vestfjörðum að kvöldi þriðjudags (9. des.) og aðfaranótt miðvikudags (10. des.).

Rétt að vera sérstaklega á varðbergi fyrir áhrifum af ágjöf og brimróti vegna vegna hárrar sjávarstöðu í ljósi sjávarfallahæðar og talsverðs áhlaðanda.

Viðbragðsaðilum á Vesturlandi og Vestfjörðum er ráðlagt að fylgjast vel með aðstæðum og til að vera undirbúnir því að greiða úr vandræðum sem af þessu geta hlotist.

Að höfðu samráði við sérfræðinga í sjávarflóðum Verðurstofu Íslands og Vegargerðarinnar.

Vakthafandi veðurfræðingar:
Helga Ívarsdóttir
Teitur Arason


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica