Fréttir
Bláberjalyng í vætu
Bláberjalyng í vætutíð.

Óvenjuleg úrkoma í október

VIðbótarupplýsingar fyrir hádegi þann 25.

25.10.2007

Úrkoma hefur verið óvenjumikil það sem af er október. Fram til dagsins í dag hafa 161,1 mm mælst í Reykjavík og hefur þar aldrei mælst jafnmikil úrkoma fyrstu 25 daga mánaðarins. Ef ekkert rignir það sem eftir er mánaðarins lendir hann í 3. sæti yfir úrkomusama októbermánuði. Þegar þetta er skrifað haugrignir og er mánuðurinn um það bil að fara fram úr 1904 og 1959, vantar 19,7 mm upp á að jafnmikið rigni og gerði allan október 1936 (180,8 mm).

Samanlögð úrkoma í september og það sem af er október í Reykjavík fram til þessa er mjög mikil, eða 324,5 mm, og hefur þegar náð því sem mest hefur mælst í þessum mánuðum áður.

Úrkoma hefur verið mikil um allt sunnan- og vestanvert landið og víða fyrir norðan er úrkoma einnig yfir meðallagi. Það sem af er október (til morguns þann 25.) hefur mánaðarúrkoman mælst mest í Kvískerjum í Öræfum, 710 mm. Vantar enn nokkuð upp á mesta úrkomumagn þar í október (772,2 mm, 1979) og langt er í landsmet eins mánaðar (971,5 mm). En höfum í huga að enn er tæp vika eftir af mánuðinum. Því er spáð að úr úrkomunni dragi um helgina.



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica