Fréttir
Jarðskjálftayfirlit 27. ágúst - 2. september 2007
Jarðskjálftayfirlit 27. ágúst - 2. september 2007

Jarðskjálftayfirlit 27. ágúst - 2. september 2007

5.9.2007

Alls mældust 246 skjálftar þessa viku. Stærsti skjálftinn var að stærð 3,2 og upptök hans um 310 km austur af landinu. Nokkrir litlir skjálftar mældust á Suðurlandi, á Reykjanesskaga og undir Mýrdalsjökli.

Á laugardagskvöldið mældust 3 skjálftar 45 km út af Reykjanestá og var sá stærsti 2,6 stig.

Úti fyrir Norðurlandi var mesta virknin austan Grímseyjar.

Við Upptyppinga mældust 100 skjálftar og hefur virknin færst til norðausturs frá því sem verið hefur.

Sjá nánar vikuyfirlit



Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica