Snjóflóð í Fljótum í Skagafirði.
Snjóflóð í Fljótum í Skagafirði, dagana 13.-15. janúar 2004.

Veður sem valda snjóflóðum

Veðurstofa Íslands 23.1.2007

Hætta á snjóflóðum skapast oftast í tengslum við aftakaveður að vetrarlagi með mikilli snjókomu og skafrenningi. Krapaflóð falla einkum þegar hlánar og rignir snögglega niður í snjó, og aurskriður í kjölfar stórrigninga og örrar leysingar. Veðurfar er þannig einn mikilvægasti þátturinn sem segir til um ofanflóðahættu.

Stærstu snjóflóðahrinur verða oft samfara N og NA áhlaupum. Þessar vindáttir eru algengar í illviðrum að vetrarlagi á norðanverðu landinu.

Þó að iðulega sé mikil úrkoma í aðdraganda snjóflóðahrina hefur það ekki mikið forspárgildi um hvort snjóflóð muni falla þar sem úrkomukaflar eru líka tíðir aðra vetrardaga. Að því leyti hefur vindstyrkurinn meira forspárgildi en gjarnan er mjög hvasst einhvern daganna fyrir flóðin. Úrkoman virðist hins vegar hafa áhrif á það hversu stór flóðin verða.

Snjóflóð á Vestfjörðum eru algengari en á Austfjörðum. Mestu munar að hiti er hærri á Austfjörðum á vetrum og þar eru vetur einnig heldur styttri en á Vestfjörðum. Einnig eru vonskuveður af norðaustri eitthvað sjaldgæfari á Austfjörðum.

Til baka


Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica