Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 3-8 m/s og rigning með köflum, en úrkomumeira á morgun, einkum síðdegis. Hiti 2 til 7 stig.
Spá gerð: 25.04 18:18. Gildir til: 27.04 00:00.

Suðurland

Norðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, en heldur hægari í kvöld. Austan og suðaustan 5-13 á morgun, hvassast við ströndina. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Faxaflói

Norðaustan 5-10 m/s og rigning með köflum, einkum syðst. Austlægari á morgun og rigning. Hiti 3 til 7 stig að deginum.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Breiðafjörður

Norðaustan 5-10. Skýjað og þurrt að kalla, en rigning seint á morgun og slydda til fjalla. Hiti 2 til 6 stig að deginum.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Vestfirðir

Norðaustan 5-10 og þurrt að kalla, en snjókoma eða slydda seint annað kvöld. Hiti 2 til 5 stig yfir daginn.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Norðaustan 5-10 m/s og stöku skúrir eða él, en bætir í úrkomu seint annað kvöld, einkum vestast. Hiti 1 til 6 stig en vægt næturfrost.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Norðurland eystra

Norðlæg átt, 3-10, hvassast austast og él. Lengst af hægari og þurrt á morgun. Hiti 0 til 6 stig, en frost 1 til 6 stig í nótt.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðvestan 3-10, hvassast á annesjum og dálítil él. Hiti 0 til 5 stig en vægt næturfrost.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Austfirðir

Norðvestan 5-13. Skýjað og yfirleitt þurrt, en dálítil él eða skúrir nyrst. Hægari í nótt og á morgun. Hiti 2 til 6 stig að deginum.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Suðausturland

Austan 5-10 fram eftir degi en síðan austlæg eða breytileg átt 3-8. Skýjað og sums staðar dálítil rigning. Hiti 3 til 8 stig að deginum.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Miðhálendið

Norðaustan átt, 5-13, en hægari og austlægari á morgun. Él og hiti um frostmark en frost 3 til 8 stig í nótt.
Spá gerð: 25.04 09:20. Gildir til: 27.04 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Norðaustan 5-10 á Vestfjörðum en annars breytileg átt 3-10. Dálítil rigning eða slydda en skýjað og yfirleitt þurrt austanlands. Hiti 0 til 7 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Vestlæg eða breytileg átt, 3-8, stöku skúrir eða él um landið A-vert, en víða bjartviðri vestantil. Hiti 0 til 9 stig að deginum, hlýjast suðvestanlands.

Á sunnudag og mánudag:
Ákveðin sunnanátt með rigningu eða slyddu, en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 0 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Snýst líklega í ákveðna norðan og norðvestan átt. Slydda eða rigning á láglendi en þurrt að mestu sunnan- og vestanlands. Hiti breytist lítið.
Spá gerð: 25.04 08:32. Gildir til: 02.05 12:00.