Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Suðaustan 3-8 m/s og skýjað með köflum, en fremur hæg breytileg átt á morgun og léttskýjað. Hiti 12 til 18 stig.
Spá gerð: 25.07 09:56. Gildir til: 27.07 00:00.

Suðurland

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s, hvassast við sjávarsíðuna, en 13-18 undir Eyjafjöllum síðdegis. Austlægari á morgun og lægir annað kvöld. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en léttskýjað á morgun. Hiti 10 til 22 stig, hlýjast í uppsveitum.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Faxaflói

Suðaustlæg átt, 5-13 m/s og skýjað með köflum, hvassast vestantil. Fremur hæg breytileg átt á morgun og léttskýjað. Hiti 12 til 23 stig að deginum, hlýjast í uppsveitum.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Breiðafjörður

Hægviðri eða hafgola, en norðaustan 5-10 síðdegis á morgun. Bjart með köflum, en sums staðar þokubakkar í nótt. Hiti 12 til 22 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Vestfirðir

Hægviðri eða hafgola, en norðaustan 5-10 síðdegis á morgun. Bjart með köflum, en sums staðar þokubakkar í nótt. Hiti 12 til 22 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Hægt vaxandi norðan- og norðaustanátt, 5-10 síðdegis, en 8-15 síðdegis á morgun, hvassast á annesjum. Léttskýjað að mestu, en víða þokubakkar í nótt og í fyrramálið. Hiti 12 til 23 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Norðurland eystra

Austan- og suðaustan 5-10 m/s, en austan 8-13 á morgun. Léttskýjað að mestu, en líkur á þokulofti við sjóinn. Þykknar heldur upp austantil á morgun. Hiti 14 til 24 stig að deginum, svalast á annesjum.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðaustan 5-10 m/s, skýjað með köflum og sums staðar þokubakkar. Austan 5-8 á morgun og þokusúld. Hiti 10 til 20 stig í dag, hlýjast inn til landsins, en mun svalara á morgun.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Austfirðir

Hæg austlæg átt, en vaxandi norðaustanátt á morgun, 5-13 síðdegis, hvassast sunnantil. Víða þokuloft, en léttir sums staðar til inni á fjörðum yfir hádaginn. Hiti 7 til 15 stig.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Suðausturland

Austan 5-10 og skýjað að mestu, en vaxandi vindur í nótt. Austan og norðaustan 10-18 á morgun, og skýjað með köflum, hvassast við sjóinn. Hiti 12 til 20 stig að deginum.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Miðhálendið

Austlæg átt 5-13 m/s, bætir í vind í kvöld og nótt. Austan 10-20 á morgun, hvassast sunnantil. Léttskýjað að mestu, en sums staðar þokubakkar í nótt. Hiti 13 til 24 stig að deginum.
Spá gerð: 25.07 09:51. Gildir til: 27.07 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:
Norðaustlæg átt, 8-18 m/s, hvassast SA-til. Skýjað um landið austanvert og við NV-ströndina og dálítil rigning austast, en annar víða léttskýjað. Hiti 15 til 22 stig, en mun svalara fyrir austan.

Á föstudag:
Norðaustlæg átt, 8-13 m/s. Rigning suðaustan- og austantil, úrkomulítið fyrir norðan, en skýjað með köflum og yfirleitt þurrt vestanlands. Heldur kólnandi veður.

Á laugardag, sunnudag og mánudag:
Útlit fyrir norðan og norðaustan átt. Skýjað og víða þokuloft fyrir norðan, rigning með köflum eystra, en annars skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestanlands.
Spá gerð: 25.07 13:14. Gildir til: 01.08 12:00.