Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Austan 8-13 m/s og dálítil snjókom öðru hvoru, en 15-23 og fer að rigna seinni partinn, hvassast á Kjalarnesi og efri byggðum. Lægir og rofar til seint um kvöldið. Hiti 0 til 5 stig.
Spá gerð: 09.12 22:41. Gildir til: 11.12 00:00.

Suðurland

Suðaustan 8-15 m/s og snjókoma á köflum, einkum við ströndina. Gengur í suðaustan 18-25 m/s með slyddu í fyrstu, en síðar rigningu síðdegis á morgun, hvassast við fjöll. Hlýnandi veður, hiti 1 til 7 stig annað kvöld.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Faxaflói

Suðaustan 8-15 m/s og snjókoma á köflum, einkum við ströndina. Gengur í suðaustan 18-25 m/s með slyddu í fyrstu, en síðar rigningu síðdegis á morgun, hvassast við fjöll. Hlýnandi veður, hiti 1 til 7 stig annað kvöld.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Breiðafjörður

Austan 8-13 og snjókoma með köflum. Vaxandi suðaustan átt á morgun, 15-23 m/s og rigning annað kvöld en snjókoma til fjalla. Hlýnar í veðri, hiti 0 til 5 stig síðdegis.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Vestfirðir

Austlæg átt 3-8 m/s, léttskýjða og vægt frost. Gengur í austan 13-20 með snjókomu annað kvöld og hlýnar, hvassast syðst.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðaustlæg átt 3-8 m/s, léttskýjað og frost 1 til 12 stig. Vaxandi vindur síðdegis, suðaustlæg átt 10-18 og snjókoma annað kvöld. Hægt hlýnandi veður.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Norðurland eystra

Hæg suðlæg átt, skýjað að mestu og frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í suðaustan 13-20 með snjókomu á köflum seint annað kvöld og hlýnar í veðri.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Austurland að Glettingi

Hæg suðlæg átt, skýjað að mestu og frost 1 til 10 stig, kaldast í innsveitum. Gengur í suðaustan 13-20 með snjókomu á köflum seint annað kvöld og hlýnar í veðri.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Austfirðir

Breytileg átt 3-8 m/s, léttskýjað og vægt frost. Gengur í suðaustan 10-15 með slyddu en síðar rigningu annað kvöld. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Suðausturland

Austan 5-13 m/s og snjókoma á köflum. Frost 0 til 5 stig. Gengur í austan 13-20 með talsverðri rigningu seint á morgun, hvassast vestantil. Hiti 3 til 8 stig annað kvöld.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Miðhálendið

Suðaustan 5-13 m/s og dálítil snjókoma en þurrt norðan Vatnajökuls. Frost 5 til 15 stig. Gengur í suðaustan 18-25 m/s með snjókomu og skafrenningi síðdegis á morgun, einkum S-til og dregur úr frosti.
Spá gerð: 09.12 21:39. Gildir til: 11.12 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Suðaustan og sunnan 15-23 m/s og víða talsverð rigning um sunnan- og vestanvert landið, en styttir upp norðaustanlands síðdegis. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast við norðurströndina.

Á miðvikudag:
Suðlæg átt, lengst af 8-13 m/s og skúrir, en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtudag:
Gengur í suðaustanhvassviðri eða -storm með talsverðri rigningu einkum á Suðausturlandi, en yfirleitt þurrt norðanlands. Hiti 2 til 7 stig.

Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og rigning sunnan- og austantil en þurrt annarsstaðar. Hiti 0 til 5 stig.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir strekkings austanátt með rigningu eða slyddu á köflum, en úrkomulítið vestanlands. Hiti 0 til 4 stig.
Spá gerð: 09.12 20:42. Gildir til: 16.12 12:00.