Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Norðvestan 3-10, léttskýjað og hiti 8 til 13 stig. Gengur í sunnan 5-13 með rigningu með morgninum og kólnar heldur.
Spá gerð: 21.06 00:55. Gildir til: 22.06 00:00.

Suðurland

Norðlæg átt 3-10 og léttskýjað. Hiti 8 til 14 stig. Gengur í suðaustan og sunnan 8-13 með rigningu í fyrramálið. Hiti 7 til 11 stig.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Faxaflói

Norðvestan 3-10, léttskýjað og hiti 7 til 12 stig. Gengur í suðaustan 8-13 með rigningu í fyrramálið. Heldur svalara.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Breiðafjörður

Vestan 3-8 og léttskýjað. Gengur í suðaustan og sunnan 8-15 með rigningu í fyrramálið. Snarpar vindhviður á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig seint á morgun í Ísafjarðardjúpi. Hiti 8 til 14 stig en svalara á morgun.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Vestfirðir

Vestan 3-8 og léttskýjað. Gengur í suðaustan og sunnan 8-15 með rigningu í fyrramálið. Snarpar vindhviður á norðanverðu Snæfellsnesi og einnig seint á morgun í Ísafjarðardjúpi. Hiti 8 til 14 stig en svalara á morgun.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestlæg átt, 3-10 og léttskýjað. Sunnan og suðvestan 8-15 og rigning með köflum á morgun. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Norðurland eystra

Norðvestan 3-8 og léttskýjað. Hægviðri í nótt. Suðvestan 5-13 á morgun. Dálítil rigning með köflum annað kvöld. Hiti 6 til 12 í dag, svalt í nótt en 12 til 20 á morgun.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Austurland að Glettingi

Norðvestan 3-8 og léttskýjað. Hægviðri í nótt. Suðvestan 5-13 á morgun. Dálítil rigning með köflum annað kvöld. Hiti 6 til 12 í dag, svalt í nótt en 12 til 20 á morgun.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Austfirðir

Norðvestan 3-10 og léttskýjað, en hægviðri í nótt. SV 5-10 á morgun og þurrt. Hiti 8 til 16 stig.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Suðausturland

V-læg átt, 3-8 og léttskýjað. SV 5-13 og rigning síðdegis. Hiti 8 til 15 stig.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Miðhálendið

Vestlæg átt, 3-8 og léttskýjað en suðlæg átt 8-15 og rigning á morgun, einkum vestantil. Svalt í nótt, en hiti 7 til 18 stig á morgun, hlýjast norðan Vatnajökuls.
Spá gerð: 20.06 21:25. Gildir til: 22.06 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðvestan 5-13 m/s. Bjart veður NA- og A-lands, annars skýjað og súld eða rigning framan af degi. Hiti 7 til 12 stig en allt að 20 á Austurlandi.

Á laugardag:
Suðlæg átt, 5-13, og fer að rigna, fyrst SV-til, en þurrt NA-lands fram á kvöld. Hiti 8 til 12 stig, en 12 til 18 um landið NA-vert.

Á sunnudag:
Suðvestanátt, 3-10, og dálítil súld með köflum, en þurrt á N- og A-landi. Víða rigning um kvöldið. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Vestlæg átt, 5-13, með rigningu um nær allt land, síst á Norðausturlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast A-ast.

Á þriðjudag:
Suðvestanátt og skúrir vestantil á landinu en bjartviðri austanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast austanlands.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir austanátt með rigningu um mest allt land.
Spá gerð: 20.06 20:49. Gildir til: 27.06 12:00.